Miðvikudaginn 2. desember stendur 10. bekkur
fyrir skemmtun fyrir nemendur á miðstigi (5.-7. bekk). Jólaandinn verður allsráðandi og eru samkomugestir hvattir til að mæta með
jólasveinahúfur. Boðið verður upp á diskótek að hætti hússins auk þess sem farið verður í skemmtilega
samkvæmisleiki. Sjoppan verður opin. Samkoman hefst kl. 17:00 og stendur til kl. 19:00. Miðaverð er 300 kr.
Fimmtudaginn 3. desember
verður náttfataball fyrir krakkana á yngsta stigi (1.-4. bekk). Líkt og ballið á miðvikudeginum er um fjáröflun að ræða af
hálfu nemenda í 10. bekk. Að venju verður boðið upp á diskótek og skemmtilega leiki. Sjoppa verður á staðnum og eru allir hvattir til að
hafa með sér náttföt í skólann til að klæðast á ballinu og halda þannig upp á annan í náttfötum.
Samkoman hefst kl. 16:00 og henni lýkur kl. 18:00. Miðaverð er 300 kr.