Skólaskipið Dröfn

Nemendum 10. bekkjar var boðið að fara með skólaskipinu Dröfn í kynnisferð um Pollinn. Í ferðinni fengu nemendur fræðslu um sjávarútveg, fiskveiðar og vistkerfi hafsins. Þegar út á Pollinn var komið var trolli dýft í sjóinn og það dregið  eftir skipinu. Nokkur afli kom í trollið og fengu krakkarnir að kanna hann undir leiðsögn fiskifræðings. Að lokum fengu krakkarnir að gera sjálfir að aflanum og þeir sem vildu fengu fisk í poka með sér heim. Án efa hefur verið fiskur á borðum hjá nokkrum þeirra í gærkvöldi. Þetta var lærdómsrík og skemmtileg ferð.

Myndir hér.