Skólastarfið næstu þrjá daga

1.-4. bekkur

Þriðjudagurinn 3. júní mæta nemendur í skólann þar sem um er að ræða "gulan" dag kl. 9:00 og eru til kl. 12:00. Bíódagur, nemendur mega koma með snakk, gos og smá nammi ef þeir  vilja.  Munið allt er gott í hófi.

Miðvikudaginn 4. júní er sameiginleg VORHÁTÍÐ. Þessi dagur er einnig "gulur" dagur og nemendur mæta kl: 9:00  og skóla lýkur kl: 12:00. Nemendur þurfa bara að koma með nesti þennan dag.  Einnig mega þeir koma með útidót.

Nemendur sem skráðir eru í frístund þessa daga fara í frístund þegar skóla lýkur klukkan 12:00

5.-7. bekkur

Þriðjudaginn 3. júní er kennt samkvæmt stundarská sem þýðir að það er sund.

Miðvikudaginn 4. júní er skert kennsla og þá er ætlunin að vera úti og gera eitthvað skemmtilegt.  Koma með gott nesti sem hægt er að borða úti, drykk í fernu/brúsa og klædd eftir veðri.  Nemendur mæta klukkan 9 og áætlað að kennslu ljúki milli tólf og eitt.

8.-10 bekkur

Þriðjudaginn 3. júní eru Giljaskólaleikarnir. 10.bekkur á að mæta kl. 9:15 í skólann og 8.-9. bekkur mæta í skólann kl. 8:00

Skólaslit

Fimmtudaginn 5. júní eru skólaslit. Nemendur í 1.-9. bekk mæta í heimastofur stundvíslega kl. 9:00 og við munum koma saman í íþróttasalinn kl. 9:00. Foreldrar mæta beint í íþróttahús. Gera má ráð fyrir að þetta taki um klukkustund.

Útskriftarhátíð og skólaslit 10.bekkjar er kl. 15.00 í Glerárkirkju. Nemendur fá þar afhent prófskírteini og veittar verða viðurkenningar fyrir árangur í námi og starfi. Sú hefð hefur komist á að eftir skólaslit er sameiginlegt kaffihlaðborð í sal Giljaskóla fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk.

Við þökkum ykkur samstarfið og óskum öllum gleðilegs sumars.