Við könnumst nú öll við að vera mjög þreytt í byrjun skólans. Er þá ekki bara frábær hugmynd að færa skólatímann aftur um korter.
Þá væri það þannig að skólinn myndi alltaf byrja klukkan 08:15 í staðinn fyrir 8:00. Mér finnst það alla vega góð hugmynd, af því að þá verður kannski minna stress við að vera of sein/n í skólann. Þá verða færri krakkar morgunfúlir og verða hressari og fleira er hægt að nefna. Ef skólinn byrjar 15 mínútum seinna þá þarf að bæta 15 mínútum við í lok skólans svo að við fáum nógu margar kennslustundir og allar eða flestar í 40 mínútur. En það er allt í lagi að vera í skólanum í 15 mínútum lengur ef við fáum að seinka skólabyrjun um korter.
Það eru nokkrir skólar sem byrja 08:15 hér á Akureyri. Svo af hverju ekki Giljaskóli líka. Ég veit um nokkra, sumir fyrir sunnan en sumir hér. Til dæmis byrja Lundarskóli og Glerárskóli klukkan 08:15. Oddeyrarskóli er með það skipt þannig að yngsta stig mætir klukkan 08:15 en eldri nemendur mæta klukkan 08:00.
Víkjum þá að heimavinnu. Af hverju og ég spyr AF HVERJU þarf að vera heimavinna. Við erum í skólanum til að læra og þegar við erum ekki í skólanum eigum við að fá frí frá lærdómnum. Ég skil að það þarf að vinna heima ef maður er veikur, en ef maður klárar ekki eitthvað í skólanum þá þarf ekkert endilega að klára það heima. Það er alveg hægt að gera það í næsta tíma. Til dæmis í flestum störfum þá vinnurðu í vinnunni síðan þegar heim er komið er slappað af. Skólakrakkar vilja það líka sko! Annars verður allt of mikið stress hjá þeim að skila á réttum tíma og sumir fá enga hjálp heima þannig að það er frekar erfitt að læra heima ef maður er stressaður og skilur ekki neitt og fær enga hjálp.
Í stuttu máli langar mig að færa skólatímann og byrja skólann klukkan 08:15 í staðinn fyrir 08:00. Og síðan minnka eða bara sleppa því að hafa heimavinnu.
Þórunn J. Héðinsdóttir 9.SKB