Þegar að ég var fimm ára og var í leikskólanum Kiðagili kom ég fyrst inn í skólann til að skoða hann með sjötta bekk Giljaskóla. Í honum var bróðir minn sem sýndi mér skólann. Þá var ég rosalega spenntur fyrir því að byrja í skólanum. Núna er ég búinn að vera í Giljaskóla í átta ár og er þar með kominn í áttunda bekk. Giljaskóli er mjög fínn skóli og ég er mjög ánægður með krakkana í skólanum og líka kennarana.
Í fyrsta bekk fannst mér vera rosalega stórir krakkar í öðrum bekk. Núna finnst mér þau auðvitað hvorki vera stór né gömul. Í skólanum er staður sem að heitir Dimmuborgir. Þar eyða unglingarnir eyðum og frímínútum. Þar er mikið horft á Simpsons og Fast and the furious og líka aðrar myndir eða þætti. Nemendur í skólanum eru um fjögur hundruð. Í skólanum er frekar stórt bókasafn með allskonar bókum eins og Harry Potter, Lord of the Rings, Hunger games og Artemis Fowl sem að allt eru frægir bókatitlar. Það eru miklu fleiri bækur, tímarit og blöð eins og til dæmis Andrés Önd og líka fullt af spilum á bókasafninu. Í Giljaskóla er íþróttahús og fimleikahús en það er mjög gaman í fimleikahúsinu. Þar er svampagryfja og flott trampólín, mjög mjúk dýna, hringir, slá og fleira. Íþróttahúsið og fimleikahúsið eru aðskilin frá hvoru öðru með tjaldi sem er hægt að setja upp og niður. Það er hægt að spila tennis, badminton, blak, eltingaleik, fótbolta, handbolta og allskonar íþróttir þar. Giljaskóli er með íþróttir fyrir krakkana. Hafist var handa við hönnun íþróttahússins árið 2007 og var svo skóflustunga tekin fyrir húsinu þann 4. júní 2008. Verklok voru á haustdögum 2010. Ég man enn eftir þegar við þurftum að fara í rútu í Síðuskóla til að komast í íþróttir. Núna er mjög þægilegt að þurfa ekki að fara langt til að komast í íþróttir. Í fyrsta til fjórða bekk fórum við í sund í Glerárlaug en í fimmta bekk og eldri bekkjum förum við í sund í Akureyrarlaug og þar syndum við í keppnislauginni.
Dimmuborgir er notalegur staður með fullt af sófum, teppum og koddum. Þar er líka skjávarpi til að horfa á myndir eða þætti og nokkur spil eins og fótboltaspil, poolborð og borðtennisborð. Þetta tilheyrir allt Dimmuborgum. Bókasafnið í Giljaskóla er með fullt af áhugaverðum bókum spilum og bæklingum sem gott er að hafa aðgang að. Íþróttahúsið býður upp á fjölbreytta möguleika á íþróttaiðkun og þar er til dæmis hægt að fara í badminton, fótbolta, handbolta og körfubolta.
Ágúst Hlynur Halldórsson 8. RK