Skólinn og umferðin

Föstudaginn 15. ágúst n.k. hefst skólaárið með tilheyrandi umferð barna og foreldra, gangandi eða akandi. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi hjá Umferðastofu leggur áherslu á að börnin gangi úr og í skóla, á þann hátt dragi úr hættu á umferðaróhöppum við skólana. Einnig er lagt mikið upp úr því að börn séu með 
endurskinsmerki og mikilvægt er að börn gangi örugga leið í skólann. Upplagt sé að foreldrar gangi með börnum sínum og athugi að stysta leiðin er ekki alltaf sú öruggasta.