Skreytingar skólans

Alla mína skólagöngu hefur mér þótt Giljaskóli alveg frábær skóli, frábært starfsfólk og krakkar. Eitt hefur mér samt alltaf þótt vanta í skólanum, og það eru skreytingar. Það eru myndir á veggjunum sem eru jafn gamlar og skólinn, eitt verkið er eftir bekkinn minn sem við gerðum í 2.bekk og hangir ennþá uppi á vegg.

Ef skólinn yrði skreyttur að innan yrði hann flottari og skemmtilegri. Allir nemendur og starfsmenn fengju að taka þátt í skreytingunum, hægt væri að mála listaverk, teikna og skreyta á allskyns hátt. Síðuskóli, Lundarskóli og Glerárskóli  eru skreyttir á mjög skemmtilegan hátt. Einhverntíman hafa nemendur málað skólana að utan, þetta er mjög litríkt og flott og gerir skólana aðeins vinalegri. Alltaf er gaman að koma þar framhjá og skoða málverkin. Skreytingarnar þyrftu alls ekki að vera dýrar, hægt er að finna allskonar ódýrar flottar skreytingar í búðunum hér á Akureyri.

Hugsið ykkur hvað væri miklu hlýlegra þegar maður kæmi í skólann á morgnana og það væru falleg og litrík málverk með einhverjum hvetjandi texta á t.d.“ Brostu framan í heiminn þá brosir heimurinn framan í þig“. Eða það væri flott skraut hangandi úr loftinu.

Giljaskóli er ekki hannaður fyrir skreytingar hann er meira hannaður á nútímalegan hátt. Hann er appelsínugulur alls staðar. Gólfið, sumir veggirnir og að utan. Appelsínugulur finnst mér svolítið kuldalegur litur þegar hann er svona alls staðar, hægt væri að breyta því með því að bæta nokkrum hlýlegum  litum við skólann sem passa við appelsínugulan.

Hugmyndin sem ég hef við þessum vanda er mjög einföld, og eflaust eru aðrir nemendur og starfsfólk með fleiri flottar hugmyndir. Ég held að ef skólinn yrði skreyttur yrði skólinn vinalegri,flottari og hlýlegri. Mig langar verulega að koma þessu á framfæri svo að nemendum og starfsfólk finnist skólinn ekki bara flottur heldur líka gott að vera hér inni í Giljaskóla.

 

Guðbjörg Heiða Stefánsdóttir