Smíðastofa Giljaskóla er ekki mikið í umræðunni. Það er ekki mikið hægt að segja um hana enda er hún fín. Það eru góð tæki og góðir kennarar sem hjálpa manni. En hvað er það sem kennarar hafa að segja um stofuna og tækin? Guðmundur Elías Hákonarson, eða Gummi eins og hann er kallaður, er smíðakennari í Giljaskóla. Ég spurði hann nokkurra laufléttra spurninga. Spurningarnar voru á þennan veg: Hvernig finnst þér stofan? Má eitthvað bæta? Er erfitt að vera smíðakennari? Svo fáum við aðeins að kynnast Gumma betur.
Gummi er ánægður með tækin en auðvitað vantar alltaf fleiri. Það er bara af því að það er aldrei til nóg af tækjum og áhöldum. Svo eru sumir ósáttir við að það sé ekki til efni í það sem þeim langar til að gera. Það er bara vegna þess að smíðakennararnir hafa einfaldlega ekki peninga til þess að afla efnis. Það er dýrt að reka smíðastofu, dýrara en að reka flest önnur fög. Mörg afrek hafa verið unnin í stofunni og núna er verið að byggja hús í miðgarði Giljaskóla sem er unnið úr trjám sem smíðakennararnir hafa verið að höggva. Svo er líka verið að útbúa rjóður sem svona sumarvinnustofu sem væri hægt að vinna í. Það er líka bara gaman að fara þarna með bækur og læra úti. Það er smá tilbreyting.
Gummi hefur áður unnið sem smiður en nú er hann smíðakennari í Giljaskóla og líkar það mjög vel. Hann var smiður í 8 ár áður en hann fór í kennaranám. Gummi fer og heggur tré niður fyrir nemendurna sem hann er með og hjálpar þeim við það sem þeir eru að gera. Svo heldur hann smíðastofunni við ,hreinsar upp og lagar til eftir tímana áður en næsti hópur kemur.
Veigar Þór Jóhannesson 10. BKÓ