Snertiskjár

Á vorönn síðastliðins skólaárs gaf Lionsklúbburinn Hængur sérdeild Giljaskóla 150.000 krónur til kaupa á snertiskjá. Skjárinn var keyptur hjá EJS og gáfu þeir sérdeildinni góðan afslátt. Snertiskjárinn nýtist við kennslu allra okkar sérdeildarnemenda og hefur sannarlega aukið möguleika þeirra til náms.
Mikil ánægja er með snertiskjáinn og þökkum við þessum tveimur aðilum kærlega fyrir stuðninginn.
Á myndinni eru þrír sérdeildarnemendur við skjáinn góða: María Rún, Sóley Laongthip (að vinna við skjáinn) og Gunnar Þorbjörn.