Sólmyrkvinn 20. mars

Sólmyrkvinn 20. mars stendur í um tvær klukkustundir. Í Reykjavík hefst hann kl. 8:38, nær hámarki kl. 9:37 og lýkur kl. 10:39. Á öðrum stöðum á landinu getur munað einni til tveimur mínútum til og frá vegna snúnings jarðar, snúnings tunglsins og staðsetningu frá almyrkvaslóðinni. Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá jörðu séð. Við almyrkva hylur tunglið skífu sólar í heild sinni en við deildar- eða hringmyrkva er aðeins hluti sólar hulinn.

Nemendur munu fara út í fylgd fullorðinna og nota sólmyrkvunargleraugu sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá gaf.