Söngvaflóð

Nú í haust fór af stað samstarfsverkefni milli Tónlistarskólans og grunnskóla  Akureyrarbæjar sem heitir Söngvaflóð. Verkefnið  byggir á heimsóknum tónlistarkennara úr tónlistarskólanum í grunnskólana 1 klst einu sinni í viku fyrir 1.- 3. bekk og 1 klst einu sinni í viku fyrir 4.-7. bekk. 
Söngvaflóð er vettvangur þar sem nemendur skólans hittast og syngja saman undir stjórn menntaðs tónlistarkennara.

Inn á vef tónlistarskólans er hægt að fara inn á slóðina tonak.is og finna þar Söngvaflóð og hlusta á lög og undirspil af þeim lögum sem verið er að æfa. Í lok annar mun tónlistarskólinn svo bjóða öllum nemendum í 1.-7. bekk í Hof þar sem nemendum mun gefast kostur á því að syngja lögin saman við undirleik hljómsveitar á stóra sviðinu í Hamraborg.

Á fimmtudögum er söngvaflóð í Giljaskóla og kemur Ivan Mendez til okkar og spilar og syngur með nemendum.