Spennandi endasprettur í leitinni að Grenndargralnum

Hann er staðsettur á Akureyri og fá krakkarnir vísbendingar sér til aðstoðar við leitina. Sá eða þeir sem fyrstir finna gralinn teljast sigurvegarar í leitinni að Grenndargralnum árið 2008. Fá þeir Grenndargralinn til varðveislu í eitt ár.

Leitin að Grenndargralnum er tilraunaverkefni í samfélagsfræðikennslu á unglingastigi. Tilraunin miðast að því að auka áhuga og vitund nemenda á nánasta umhverfi í gegnum skemmtilegar og spennandi vettvangsferðir og rannsóknarleiðangra. Öll vinna nemenda fer fram utan skólatíma og því um frjálsa þátttöku að ræða. Frá 1. september, þegar leitin hófst, hafa 20 nemendur tekið þátt. Sumir hættu snemma, aðrir seinna. Nú er svo komið, þegar aðeins örfáar vikur eru eftir, að 8-10 metnaðarfullir krakkar munu heyja lokabaráttuna og freista þess að verða fyrstu sigurvegarar í leitinni að Grenndargralnum.

Umsjón með leitinni hefur Brynjar Karl Óttarsson.