Ég heiti Daníel Karles Randversson og ég ætla að fjalla um spjaldtölvur í skólastarfinu og hvernig þær geta hjálpað mér í skólanum.
Eins og staðan er núna í Giljaskóla eru spjaldtölvur einungis notaðar í sérvöld verkefni, sérstaklega hópaverkefni, Quizlet og Kahoot. Nokkrir kennarar hafa verið að prófa sig áfram í Google Classroom til að halda utan um námsefni og verkefni og minnka blaðanotkun.
Ég er lesblindur, á erfitt með að skrifa mikið í einu og skrifa svolítið hægt. Ég les líka mjög hægt og þarf að leggja mikið á mig. Ég verð því mjög þreyttur eftir svolitla stund í höfðinu.
Ég tók viðtal við Sigrúnu Þórólfsdóttur, náttúrufræðikennara um notkun spjaldtölva í skóla.
1) iPad eða Android, kostir og gallar?
Svar: iPad er betur varinn gagnvart skemmdarverkum og vafasömu appi. Reynsla annarra er betri af iPad, betri ending.
2) Hvernig gætu spjaldtölvur nýst fyrir nemendur með námserfiðleika?
Svar: Fleiri leiðir til að læra um ákveðið efni (lestur, mynd, teikna vs myndbönd, skoða í 3D) og lært á myndrænan hátt. Talgervlar lesa upp texta (+hljóðbækur).
3) Hvaða möguleika bjóða spjaldtölvur upp á í skólastarfi?
Svar: Fjölbreyttari verkefni, skila í gegnum netið og skila myndum. Námsmatið. iPad á mann: auðveldara að hafa stjórn á sínum gögnum, sérstaklega ef verkefni tekur meira en eina kennslustund.
4) Hvaða ókosti hafa spjaldtölvur?
Svar: Hætta á misnotkun, myndatökur, skilaboð, Snapchat, netnotkun.
Spjaldtölvur myndu nýtast mér mjög vel því þá gæti ég haft þær hljóðbækur sem ég nota í spjaldtölvunni, frekar nýtt mér talgervla og nýtt mér fleiri leiðir til að læra.
Daníel Karles Randversson 8. SKB