Stóra upplestrarkeppnin 27.febrúar

Stóra upplestrarkeppnin var haldin á sal Giljaskóla í morgun.  Þar voru fulltrúar valdir úr 7. bekk til að taka þátt í lokakeppninni sem verður haldin 6. mars í Menntaskólanum á Akureyri. Þar koma saman fulltrúar frá grunnskólum Akureyrar.  Fulltrúar Giljaskóla eru; Heiðbjört Ragna, Kristján Már og Rósa Dís (varamaður).  Keppnin í ár var mjög jöfn og stóðu allir keppendur sig með sóma og dómurum var vandi á höndum að velja úr þessum flotta hópi. Hér má sjá myndir