Stóra upplestrarkeppnin í Giljaskóla

Föstudaginn 6. mars tóku 9 nemendur úr 7. bekk þátt í Stóru upplestrarkeppninni í Giljaskóla. Nemendur í 7. bekk hafa æft upplestur í vetur undir stjórn umsjónarkennara sinna, Elvu og Rögnu og, nú undanfarið, undir leiðsögn Ingunnar safnkennara, sem jafnframt sá um undirbúning og umsjón keppninnar.

Keppnin gekk vel, frammistaða allra keppenda til mikils sóma. Dómnefnd skipuðu: Herdís Anna Friðfinnsdóttir, Sigfús Aðalsteinsson og Þórunn Bergsdóttir. Nemendur lásu tvö ljóð og einn óbundinn texta. Ásta tónmenntakennari og Ingunn sáu um skemmtiatriði í hléum.

Áhorfendur voru nemendur í 6. og 7. bekk, auk foreldra og kennara.

Sigurvegarar voru þessir:

Jöfn í fyrsta sæti : Eiður Ingi Sigurgeirsson og Eva Laufey Eggertsdóttir.

Í öðru sæti: Ásta Guðrún Eydal.

Bókaverðlaun voru veitt og munu Eiður og Eva Laufey, ásamt Ástu til vara, taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni á Akureyri sem haldin verður í MA 16. mars nk.

Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og óskum þeim góðs gengis 16. mars og þökkum nemendum þátttökuna og gestum fyrir komuna.

Ingunn Sigmarsdóttir safnkennari

Myndir hér