Stóra upplestrarkeppnin í Giljaskóla

2. mars var Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk haldin í sal skólans með pompi og pragt. Nemendur hafa æft upplestur í vetur undir stjórn umsjónarkennaranna Eydísar og Unnar og Ingunnar skólasafnskennara. 10 keppendur tóku þátt og stóðu sig með prýði. Lesin voru ljóð og texti úr barnabók. Skáld keppninnar að þessu sinni voru Björg Einarsdóttir (Látra Björg) og Ævar Þ. Benediktsson. Auk verka þeirra lásu keppendur einnig ljóð að eigin vali.

Dómarar voru Jóhanna Birnudóttir, Sigfús Aðalsteinsson og Svanur Jóhannesson.

Í fyrsta sæti var Karen Ósk Kristjánsdóttir

Í öðru sæti var Bjarki Arnarson

Í þriðja sæti var Marín Elva Sveinsdóttir

Við óskum þeim innilega til hamingju. Þau Karen og Bjarki (Marín til vara) munu keppa fyrir hönd skólans í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin verður í MA 11. mars nk.

Myndir