Stóra upplestrarkeppnin í Giljaskóla

Í dag 10. mars var Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk haldin í sal skólans. Nemendur hafa æft upplestur í vetur undir stjórn umsjónarkennaranna Aðalheiðar og Bergdísar og Ingunnar skólasafnskennara. 10 keppendur tóku þátt og stóðu sig með prýði. Lesin voru ljóð og texti úr barnabók. Skáld keppninnar að þessu sinni voru Gunnar Theodór Eggertsson og Vilborg Dagbjartsdóttir. Auk verka þeirra lásu keppendur ljóð að eigin vali.

Dómarar voru Helga Hauksdóttir, Sandra R. Dudziak Arnarsdóttir og Sigríður Ása Harðardóttir.

Fyrir hönd Giljaskóla voru Dagbjört Elva Kristjánsdóttir og Rökkvi Valberg Aðalsteinsson valin til að taka þátt í aðalkeppninni í sal MA miðvikudaginn 6.apríl kl. 17:00. Til vara var valinn Jón Vilberg Böðvarsson.

Við óskum þeim innilega til hamingju.

Myndir