Sund og wi-fi í Giljaskóla

Mér finnst mjög lítill tími sem við fáum eftir sund. Við fáum bara um það bil 20 mínútur til að fara í sturtu, þurrka okkur, greiða hárið, klæða okkur og keyra upp í skóla. Það er eiginlega ekki nóg.  Mér finnst að við ættum kannski að fá  25-30 mínútur. Eftir sund förum við í mat og komum kannski aðeins of seint í mat og fáum ekki nógan tíma þar og stundum er mjög löng röð. Ef við fáum svona lítinn tíma komum við kannski pínu seint í næstu kennslustund. Mér finnst að við ættum að fá nógan tíma til að fara í sturtu, þurrka okkur, þurrka hárið og klæða okkur. Svo  eru  flestar stelpur sem mála sig og það þarf tíma fyrir það líka. Í nokkrum skólum á Akureyri er bara farið í sund fyrir áramót eða eftir áramót. Í Giljaskóla er farið fyrir áramót og eftir áramót. Við erum að fara helmingi oftar en hinir skólarnir í sund. Á unglingastigi er sund ekki mjög vinsælt. Sumir reyna að sleppa einhvern veginn við að fara í sund af því að þeir nenna ekki eða finnst það bara leiðinlegt. Mér finnst vanta pínu fjölbreytni í sund. Við syndum alltaf.  Það væri gaman ef við myndum líka fara í leiki. En auðvitað þurfum við líka að kunna að synda. Við förum einu sinni í sund í viku og tvo íþróttatíma. Einu sinni eftir íþróttatíma förum við beint í sund, sem er mjög þægilegt.

Ég ætla líka aðeins að tala um Wi-Fi í skólanum. Mér finnst að það ætti að vera Wi-Fi í Dimmuborgum.  Ef tími fellur niður fer maður stundum í Dimmuborgir og þá vill maður vera með Wi-Fi til að geta gert eitthvað skemmtilegt í símanum, ipodnum eða því tæki sem maður á.

Tími eftir sund og Wi-Fi er  það sem mér finnst helst að mætti laga í Giljaskóla. Það þarf að hafa meiri fjölbreytni og meiri tíma, en auðvitað verðum við líka að synda. En annars er Giljaskóli mjög fínn og góður skóli.

Viktoría Rún Sigurðardóttir 8. BKÓ