Samkvæmt aðal námskrá grunnskóla þurfa allir nemendur að fara í sundkennslu. Þar stendur „ Aukin.sundfærni styrkir sjálfsmynd og eykur sjálfsöryggi einstaklingins. Sund er góð leið til heilsubótar enda er aðgengi að góðri sundaðstöðu almennt afar gott hér á landi. Hreinlæti, líkamlega umhirðu, fræðslu um kynímyndir og staðalmyndir og umræðu um einelti og annað ofbeldi er auðvelt að tengja þessari kennslu“. Í þessari grein ætla ég að fjalla um sundkennslu í Giljaskóla og álit mitt á sundkennslu.
Eins og í flestum skólum er kennt sund í Giljaskóla, mér finnst sund vera mjög mikilvægt fyrir nemendur 1.-7. bekkjar. Þá eru nemendur að ná tökum á sundi og flestir orðnir syntir. Ég veit ekki um eina stelpu með mér í árgangi í skólanum sem talar um það að hlakka til eða langa í sund. Ég veit um það að í sumum skólum er kennd hálf önn bara strákar og hálf bara stelpur, mér finnst það ætti að vera þannig í Giljaskóla, eða bara sleppa að láta unglinga sem sagt 8.-10. bekk fara í sund. Mér sjáfri finnst kannski ekki leiðinlegt í sundi, það er reyndar mjög gott fyrir líkamann, mér finnst bara við ekki þurfa að fara einu sinni í viku allt skólaárið.
Við erum 20 stelpur í 9. bekk í Giljaskóla, 2 bekkir blandaðir saman aðeins stelpur. Það eru aðeins 6-11 stelpur sem fara í sund því enginn nennir að mæta. Svo er það líka að eftir sund höfum við ekkert smá stuttan tíma til að græja okkur sem er ekki þægilegt. Eftir sund er nesti og rútan þarf alltaf að bíða eftir okkur svo við höfum svona 6 mínútur til að borða nestið okkar, og það er alls ekki þæginlegt að borða mat hratt og er ekki hollt. Við þurfum líka alltaf að drífa okkur svo mikið í tíma eftir nestið. Mér finnst að það ætti að breyta aðeins sundkennslu í Giljaskóla, t.d. hafa bara stelpur hálfa önn og stráka seinni önn.
Mér finnst það ætti að breyta sundtímum gera þá fjölbreyttari, og kannski hafa bara hálfa önn eftir 7. bekk. Mér finnst ekki eiga endilega að hætta með sund því það er svo hollt að synda, finnst mjög gott að krakkar í grunnskóla fari í sund.
Rakel Sjöfn 9. SD