Mér finnst vanta sundlaug í Giljahverfi svo að maður þurfi ekki að keyra svo langt til þess að komast í sund. Ef það kæmi sundlaug í hverfið þá ætti að vera rennibraut, heitur pottur, krakkalaug og stór sundlaug sem myndi þá vera notuð líka í skólasund. Þá myndum við bara labba í sund og ekki nota rútu.
Mér finnst að sundlaugin ætti þá að vera við hliðina á íþróttahúsi Giljaskóla. Það væri þægilegt fyrir alla sem fara í skólasund. Margir íbúar í Giljahverfi myndu frekar fara í Giljalaug heldur en að fara eitthvert lengst í burtu. Í sundlauginni væri dót til að leika sér með eins og vatnsbyssur, boltar, lítil mörk sem maður gæti spilað handbolta í, körfurboltakörfur, sundnúðlur og litlir bátar sem börnin gætu verið í. Auðvitað væru til kútar fyrir krakkana og síðan svona lítil einföld þrautabraut og ef maður dettur lendir maður í vatninu. Stóra útisundlaugin myndi vera svona 30 metrar á lengd og 15 metrar á breidd og í djúpa partinum á lauginni væri hún 2,5 metrar á dýpt en á grynninu væri hún 1 metri á dýpt. Innilaugin væri ekki stór, svona u.þ.b. 15 metrar á lengd og 10 metrar á breidd og hún væri svona 1,5 metri á dýpt. Krakkalaugin myndi hafa barnarennibraut og fleira dót eins og stóran svepp sem kemur vatn út úr eða vatnssprautudót. Rennibrautin sem myndi vera í stóru lauginni væri stór og brött og síðan myndi vera ein sundlaug sem væri þá frekar djúp og það væru alltaf stórar öldur í henni. Skólinn gæti notað sundlaugina í margt meira en bara skólasund. Hann gæti notað hana á þemadögum og þá væru krakkar í alls konar sundleikjum. Það væri eitthvað fyrir alla krakka en sundlaugin gæti líka verið notuð í val fyrir unglingastig. Það væri þá bæði verið að æfa sund og að kenna allskonar sundleiki og æfingar.
Sundlaugin væri mjög hjálpleg fyrir alla í hverfinu og þetta væri sundlaug fyrir alla fjölskylduna, dót fyrir krakkana og pottar fyrir fullorðna og sundlaugin væri á góðum stað fyrir alla að taka smá sundsprett.
Viktor Ernir Geirsson 8.HJ