Tækniframfarir í Giljaskóla hafa verið nokkuð góðar en þó ekki alltaf hraðar. Árið 1996-7 byrjaði Giljaskóli að kenna krökkum í núverandi húsi og nokkru síðar voru keyptar fyrstu tölvurnar að gerðinni Dell. Flottar tölvur á sínum tíma. Þær voru notaðar í nokkur ár þar til þeim var skipt úr fyrir nýjum tölvum sem heita HP. Þær eru enn notaðar í dag. Alls 24 tölvur og allar svartar. Í dag eru tölvurnar stundum leiðinlegar vegna þess að þær eru svo gamlar og mikið notaðar. Þær eru hægar og alltaf er rafhlaðan búin þegar maður ætlar að nota þær svo maður þarf alltaf að hlaða þær. En svo þegar búið er að koma þeim í gang eru þær ágætar. Frá því skólinn byrjaði hefur kennarinn alltaf haft sína tölvu til einkanota á kennaraborðinu.
Árin 2015-2016 voru miklar tækniframfarir í Giljaskóla þegar skólinn keypti nýjar og miklu betri tölvur eða spjaldtölvur. Þær eru frá Apple og heita Ipad air. Allar spjaldtölvurnar eru svartar og allar í þykkum hulstrum. Það eru 40 spjaldtölvur í skólanum og þær eru allar merktar með tölum og litum. Það eru til dæmis rauðar, svartar og bláar og þær eru númeraðar eins og 4.3 eða 3.6. Spjaldtölvurnar eru mikið í notkun og kennarar þurfa alltaf að panta þær með fyrirvara. Það þarf líka að panta gömlu tölvurnar. Persónulega finnst mér betra að nota spjaldtölvu en gömlu fartölvurnar. Aðallega vegna þess að mér finnst betra að vinna í spjaldtölvu og hún er einnig mun hraðari. Ég kann líka betur á spjaldtölvu því ég á eina heima sem ég nota stundum.
Krakkarnir í skólanum nota líka oft símana sína í náminu ef þess þarf. Í frímínútum eru næstum allir í símanum sínum og líka í nesti. Alla skólagönguna mína hefur verið sjónvarp frammi á gangi og það er alltaf power point í gangi. Þar kemur fram hverjir eiga afmæli, hvað er í matinn, tilkynningar og þeir tímar sem falla niður. Það má samt ekki alveg treysta því sem þar kemur fram því það hefur stundum gleymst að uppfæra það sem er í sjónvarpinu. Svo eru skjávarpar notaðir nokkuð í kennslu og er venjulega einn skjávarpi í hverri kennslustofu. Stundum bila þeir eða verða mjög óskýrir. Svo er einn stór skjávarpi í íþróttahúsinu sem er stundum notaður á hátíðarstundum. Það er kennt á tölvur í skólanum en það er bara oftast í fingrafimi. Það er ekki skemmtilegt vegna þess að ég er búin að gera það miljón sinnum. Mér fannst alveg ágætt að læra á tölvur en skemmtilegast er að forrita t.d. búa til kalla sem geta labbað og í þeim dúr.
Tækniframfarir hafa verið með ágætum í Giljaskóla en þær mættu ganga hraðar fyrir sig. Því við nemendur viljum vera í fremstu röð þegar kemur að nýjustu tækni. Mér finnst að Giljaskóli geti gert betur í tæknimálum og verið meðal fremstu skóla landsins á því sviði.
Sonja Marín Aðalsteinsdóttir 8.SKB