Þema – Hreyfing og hollusta

Dagana  5. - 7. okt. standa yfir árlegir þemadagar í Giljaskóla.

Markmið með þemavinnu er m.a. að brjóta upp hefðbundið skólastarf og gefa nemendum og starfsmönnum tækifæri til að kynnast hver öðrum og vinna saman þvert á aldur. Vinnulotur eru frá kl. 8.30 til 12:30 (mæting í skóla kl 8.00)

Þemað  sem valið var að þessu sinni er Hreyfing og hollusta

Að þessu sinni eru þátttakendur nemendur í 1.- 7. bekk ásamt sérdeildinni.  Settar verða upp sex stöðvar sem hver um sig býður uppá ýmis verkefni.  Á hverri stöð geta verið um 30-90 nemendur. Hver nemandi velur sér  þrjár stöðvar þessa daga.

Stöðvarnar verða þessar

  • Skautar
  • Boginn/Hamar
  • Íþróttamiðstöð Giljaskóla
  • Útiskóli
  • Hjólabretti o.fl
  • Gönguferðir

Á hverri stöð verða ýmis viðfangsefni þannig að vinnan ætti að verða bæði fjölbreytt og áhugaverð og vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi.

Nemendur verða í ýmsum vettvangsferðum og ýmist inni eða úti. 
Mikilvægt er að gætt sé að klæðnaði þeirra.

Með von um að allir eigi ánægjulega daga framundan í þemavinnunni.