Dagana 20. - 22. okt. standa yfir árlegir þemadagar í Giljaskóla.
Markmið með þemavinnu er m.a. að brjóta upp hefðbundið skólastarf og gefa nemendum og starfsmönnum tækifæri til að kynnast hver
öðrum og vinna saman þvert á aldur. Vinnulotur eru frá kl. 8.30 til 12:30 (mæting í skóla kl 8.00)
Einnig er markmiðið að efni sem notað verður sé að mestu úr hlutum sem verið er að endurnýta s.s mjólkurfernum, dagblöðum,
morgunkornspökkum, efnisafgöngum og fleiru sem til fellur. Hafa sumir smiðjustjórar sent foreldrum bréf þar sem beðið er um að nemendur komi með
ýmislegt að heiman sem hægt er að nota í smiðjunum.
Þemað sem valið var að þessu sinni er Stærðfræði í dagsins önn
Að þessu sinni eru þátttakendur nemendur í 1.- 6. bekk ásamt sérdeildinni. Sjöundi bekkurinn verður á Reykjum þessa viku.
Settar verða upp sex smiðjur sem hver um sig býður uppá ýmis verkefni. í hverri smiðju geta verið um 25-60 nemendur. Hver nemandi fer
í þrjár smiðjur þessa daga.
Smiðjurnar eru þessar
heimilisfræðismiðja
myndmenntasmiðja
spilasmiðja
íþróttir og útikennsla
smíðasmiðja
handmenntasmiðja
Í lok þemadaga ætlum við svo að hafa “ljótufatadag” föstudaginn 23.október.