Þemadagar í Giljaskóla 11. og 12. nóvember og 20 ára afmælishátíð skólans 13. nóvember

Miðvikudaginn 11. og fimmtudaginn 12. nóvember verða þemadagar í Giljaskóla.

Að þeim loknum verður svo haldið uppá tuttugu ára afmæli skólans föstudaginn 13. nóvember.

Markmið með þemavinnu er m.a. að brjóta upp hefðbundið skólastarf og gefa nemendum og starfsmönnum tækifæri til að kynnast hver öðrum og vinna saman þvert á aldur.   Að þessu sinni taka allir nemendur skólans þátt í þemadögunum. Hefðbundin stundaskrá gildir ekki þessa daga.   Sérdeildin tekur einnig þátt á sínum forsendum.

Mæting er  í skólann kl. 8:00 eins og venjulega en vinnulotur eru frá kl. 8:20 til 12:40.  Nemendur fara heim eða í Frístund eftir kl. 12:40.

 

Að þessu sinni var ákveðið að þemadagarnir snúist um undirbúning tuttugu ára afmælis skólans en á þessu hausti eru liðin tuttugu ár frá því að skólinn tók til starfa  í leikskólanum Kiðagili.

Að þessu sinni verður nemendum skipt í hópa eftir aldri.

Á neðstu hæð  vinna 1. – 4. bekkur saman á svæðum.

Á miðhæð vinna 5.-7. bekkur saman á svæðum.

Á efsta gangi ætlar unglingastigið að vinna saman.

Ennfremur verða vinnuflokkar að störfum í rjóðrinu okkar.

Á hverju svæði verða fjölbreytt viðfangsefni sem miða að því að undirbúa afmælishátíðina sem haldin verður á föstudags­morguninn en þá ætlum við að hafa opið hús fyrir þá sem áhuga hafa á því að koma í skólann.

Sú dagskrá verður auglýst sérstaklega.