Þemadagar í Giljaskóla 12.og 13.nóvember

Í dag og á morgun verða þemadagar í Giljaskóla.  Þátttakendur eru nemendur í 1.- 7. bekk. Hefðbundin stundaskrá gildir ekki þessa daga.   Sérdeildin tekur einnig þátt á sínum forsendum.

Mæting er  í skólann kl. 8.00 eins og venjulega en vinnulotur eru frá kl. 8.20 til 12.40.  Nemendur fara heim eða í Frístund eftir kl.12.40 en þá eru allir búnir að fara i mat af sínum svæðum.  Frímínútur eru hjá öllum  kl. 10.15-10.30

Að þessu sinni voru valin tvö þemu ;  tilraunir og íþróttir. Nemendur kusu sjálfir um hvaða efnisþætti þeir vildu vinna með á þemadögunum.  Að leiðarljósi höfum við haft grunnþætti menntunar sem eru  læsi, sköpun, sjálfbærni, heilsa og hollusta, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi.

Settar verða upp fjórar aðalstöðvar sem hver um sig býður uppá ýmis verkefni.

Tvær verða í Íþróttamiðstöðinni og tvær í skólanum. Á hverri stöð verða um 67 nemendur.   Allir nemendur fá að taka þátt í verkefnum á öllum fjórum stöðvunum.

Á hverri stöð verða fjölbreytt viðfangsefni þannig að vinnan ætti að verða fjölbreytt og áhugaverð. Í Íþróttamiðstöðinni verður áhersla lögð á hreyfingu ýmis konar, en inni í skóla verða tilraunastöðvar af ýmsu tagi.

Nemendur eru beðnir um að hafa með sér pennaveski og íþróttafatnað báða dagana auk þess að koma með venjulegt nesti.

Með von um að allir eigi ánægjulega daga framundan í þemavinnunni.