Í dag og á morgun eru þemadagar hjá okkur. Giljaskóli er réttindaskóli Unicef og því eru dagarnir tileinkaðir fjölbreyttri vinnu með greinar barnasáttmálans. Lögð er sérstök áhersla á grunngreinar barnasáttmálans sem beinast að:
- 2. grein. Jafnræði — bann við mismunun
- 3. grein. Það sem barninu er fyrir bestu
- 6. grein. Réttur til lífs og þroska
- 12. grein. Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif
Verkefnin fela meðal annars í sér að horfa á mynd og ræða um hana í ljósi greina barnasáttmálans, ljósmyndabingó og leikir tengdir barnasáttmálanum og val um að að búa til auglýsingu, fréttaskot, veggspjald eða teiknimyndasögu í tengslum við grunngreinarnar. Skemmtileg og mikilvæg vinna sem vonandi skilar sér í aukinni vitund um barnasáttmálann og greinar hans. Hér á þessari slóð má kynna sér barnasáttmálann betur https://barnasattmali.is/
Á þessum tengli má finna fleiri myndir frá þemadögunum: https://photos.app.goo.gl/aJKzrBArX3ihEj2a7