Giljaskóli er góður og uppbyggilegur skóli og hjálpar nemendum með það sem þarf. En svo eru einnig dæmi um eitthvað sem mætti laga við Giljaskóla.
Eitt af því sem mætti laga er að láta krakka venjast því að fara upp og tala fyrir framan bekkinn eins og er gert á unglingastigi. Þegar krakkar koma á unglingastig eiga þeir að gera verkefni og lesa það fyrir framan bekkinn. Margir þora því ekki eða einfaldlega vilja ekki gera það vegna þess að þeir hafa aldrei gert það áður. Það mætti til dæmis laga með því að láta krakka byrja á því að fara upp og segja eitthvað fyrir framan bekkinn í fyrsta bekk og halda svo áfram að gera verkefni sem krakkar eiga svo að flytja munnlega. Ef það yrði gert væru þau orðin vön því að fara upp og lesa og eru þess vegna minni líkur á að þau verði stressuð þegar þau koma á unglingastig og þá gengur þeim betur. Það er mun betra fyrir krakka að venjast því að þurfa að flytja sitt eigið verkefni frá því að þau byrja í skóla heldur en að láta það allt í einu skella á þau þegar þau komast á unglingastig. Afhverju? Jú, einfaldlega vegna þess að mjög margir á þessum aldri, og þá oftast stelpur sem hafa mjög litla sjálfmynd, halda að allt sem þeir gera sé vitlaust. Það eru líka til margir hópeflisleikir sem gætu hjálpað að bæta sjálfsmyndina. Til dæmis væri hægt að láta bekkinn fara í hópeflisleik einu sinni í viku til þess bæði að byggja upp traust á milli bekkjarfélaga og einnig til þess að byggja upp sjálfstraust hjá hverju og einu barni.
Að mínu mati er mjög gott að vera í Giljaskóla en það er margt sem mætti laga og margt sem má bæta. Eitt af því er til dæmis að láta krakka fara eins oft upp og lesa sín eigin verkefni til þess að auka sjálftsraust.
Thelma Líf Gautadóttir 10. JAB