Þörf á fræðslu um einhverfu

Einkenni einhverfu geta verið mörg og af mismunandi styrkleika. Helstu erfiðleikar flestra barna með einhverfu tengjast félagslegum samskiptum og getur þess vegna verið erfitt fyrir þau að tengjast t.d. bekkjarsystkinum sínum og öfugt. Meginvandamál barna með einhverfu er ósveigjanleg hugsun og gætu þeir sem umgangast þau mikið þurft að aðlaga sig að þeirri hugsun.

Vaxandi fjöldi barna greinist með einhverfu í heiminum. Þar af eru um 3000 taldir vera með einhverfu á Íslandi. Margir grunnskólanemendur umgangast krakka með áður nefnda hegðun. Mér finnst að það þurfi að fræða börn í Giljaskóla meira um einhverfu. Vegna þess að einhverfa finnst allt í kringum okkur. Fræða þarf börn um við hverju má búast og hvernig er best að umgangast einhverfa einstaklinga. Er best að við aðlögumst þeirra þörfum? Það getur verið erfiðara að kynnast einhverfum einstaklingum en öðrum og  þess vegna þurfum við krakkarnir að fá leiðbeiningar og fræðslu til að auka skilning okkar á þeirra heimi. Mikilvægt er að ekki má gefast upp þó að hlutirnir geti tekið lengri tíma en hjá öðrum. Þrátt fyrir alla þá félagslegu erfiðleika sem einstaklingar með einhverfu standa frammi fyrir hafa þeir oft styrkleika sem nýtast þeim í námi og leik. Þau geta haft sérgáfur í t.d. myndlist, þau halda áfram að læra og  þróa færni langt fram á fullorðinsár og sýna oft mikla hæfileika og færni við hugðarefni sín.
Margir þekktir einstaklingar hafa verið greindir með einhversskonar einhverfu t.d. Mozart. Við þekkjum öll hans sérgáfu í tónlist. Þessir einstaklingar geta skapað sér alveg jafn mikil tækifæri í framtíðinni og við hin. Þeir geta líka verið jafn góðir eða traustari vinir en við hin. Við þurfum því öll að leggja okkur fram við að hjálpa þeim að þróa sína styrkleika alveg eins og við gerum alla aðra daga við að hjálpa öðrum með sína styrkleika í leik og starfi.

Mín skoðun er að það þurfi meiri fræðslu um einhverfu í skólum. Þannig getum við vonandi bætt líðan einhverfa einstaklinga og tengst þeim betur svo þeir geti látið ljós sitt skína.

Fríða Kristín Jónsdóttir
9.RK