Þorrablót hjá 2. bekk.

Í dag var haldið þorrablót í 2. bekk. Nemendur komu með ýmsar kræsingar að heiman á þorrablótið. Gaman var að sjá hve dugleg þau voru að smakka á þorramatnum. Á þorrablótinu var hákarl, súr hvalur, svið, sviða- og svínasulta, slátur, nautatunga, harðfiskur, rúgbrauð og flatbrauð með hangikjöti.

Það ríkti stuð og stemning í hópnum og allir tilbúnir að sýna hugrekki og smakka á kræsingunum.