„Börn og unglingar eiga að hafa tjáningafrelsi. Það felur í sér rétt til að leita að, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum. Þau eiga rétt á að tjá sig í tali, rituðu máli, mynd og söng eða á einhvern annan hátt, svo framanlega sem þau trufla ekki eða særa annað fólk.“ Þetta stendur í barnasáttmálanum fyrir aldurinn 14-18 ára. Svo er einnig til barnasáttmáli fyrir 0-7 ára aldur og 8-13 ára. Í þeim báðum er einnig réttur til tjáningarfrelsis.
Tjáningarfrelsi hefur margar hliðar. Það er nauðsynlegt til þess að hægt sé að nýta sér önnur réttindi eins og réttinn til félagafrelsis. Hér á landi ríkir mikið tjáningarfrelsi, bæði í garð unglinga og fullorðinna. Tjáningarfrelsi er það sterkasta sem við unglingar höfum en því miður er ekki allstaðar eins mikið tjáningafrelsi og það ætti og gæti verið. Við, nemendur í 10. bekk í Giljaskóla, fórum á fyrirlestur síðastliðið haust um réttindi barna og barnasáttmálann. Í fyrirlestrinum kom umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, inná það að tjáningarfrelsið væri okkur mikilvægt og að hún vildi vinna að því að gera það betra. Í svona litlu samfélagi eins og á Íslandi þurfa öll börn að hafa sömu réttindi, sama rétt. Rétturinn „tjáningarfrelsi“er að mínu mati sá réttur sem er okkur mikilvægastur. Hann kemur hlutum á framfæri. Svo eru mörg önnur réttindi sem tengjast tjáningarfrelsi á einn eða annan hátt. Tjáningarfresli getur birst í mörgum myndum, frétt á netinu, fyrirlestrar, fundir og í mannlegum samskiptum.
Vandinn er aðallega sá að krakkar á Íslandi hafa ekki nógu háa rödd miðað við rödd fullorðinna. Ég veit að það er alltaf verið að reyna að bæta það og jú, það hefur breyst mikið bara á fáeinum árum. Það er auðvitað mismunandi til dæmis eftir heimilum, bæjarhlutum, skólum og vinnustöðum. Svo getur líka verið að við unglingar og krakkar þorum ekki að tjá okkur, tala um vandamál okkar, hugsanir eða eittvað slíkt. Það er eitthvað sem léttilega er hægt að laga. Vandinn er ekki mikill en það þarf engu að síður að bæta hann. Upp á síðkastið hefur alheimsvefurinn verið fullur að fréttum, eineltisfréttum, nauðgunarfréttum og svoleiðis. Fólk deilir þessu á facebook og það er talað um þetta. En samt er svo margt sem hægt er að laga. Til dæmis er Samfés (samtök félagsmiðstöðva á Íslandi) með nokkra krakka á sínum snærum allstaðar af landinu í svokölluðu Ungmennaráði. Þar sitja ungmenni frá aldrinum 14-17 ára og ræða saman um hluti eins og til dæmis barnasáttmálann og fullt af öðrum hlutum sem eiga að geta létt okkur lífið. Einnig er til ungmennaráð Akureyrar. Ég sjálf er í en ég veit um voðalega fáa sem vita af þessu ráði. Markmið þess er að bæta það sem við unglingar viljum bæta. Þessi ungmennaráð eru góð hugmynd. Þau geta hækkað rödd okkar og þannig hjálpað þeim sem þora ekki að tjá hugsanir sínar opinskátt og komið þeim á framfæri með hjálp fullorðinna. En þetta þarf að auglýsa meira svo við unglingar vitum hvert við eigum að leita ef okkur liggur eitthvað á hjarta.
Mismunandi er eftir skólum, heimilum, vinnustöðum og bæjarhlutum hversu mikið tjáningarfrelsi er. Vandinn er ekkert gríðarlega mikill og þetta hefur batnað mikið á seinustu árum. En það er alltaf hægt að gera betur. Fleiri ungmennráð og fá fullorðið fólk sem trúir á okkur ungmenninmeð okkur í lið. Það er nefnilega til fólk á íslandi, sem hlustar ekki á okkur unga fólkið. Við í Giljaskóla erum með mikið tjáningarfrelsi ef hægt er að orða það þannig. Eins og allir vita hefur Brynjar íslenskukennari látið okkur birta fréttir með okkar eigin orðum og hugleiðingum. Þar erum við að koma okkar hugsunum á framfæri. Þetta þarf að gera á fleiri stöðum, hafa þetta opið fyrir alla en ekki bara okkur unga fólkið. Ég sem unglingur vill hafa eins mikið tjáningarfrelsi og hægt er. Ég er ekki að segja að ég eða við eigum að hafa kosningarétt eða eitthvað þannig. Bara að við höfum einhverja rödd í samfélaginu til þess að við getum komið skoðunum okkar á framfæri. Við þurfum að hafa skoðun því það sem er að breytast núna í samfélaginu mun hafa áhrif á okkur af yngri kynslóðinni í framtíðinni.
Heiða Hlín Björnsdóttir 10.BKÓ
Greinin er unnin upp úr málstofuverkefni sem nemendurr 10. bekkjar fluttu munnlega á heimatilbúnu málþingi í skólanum.