Giljaskóli var byggður á árunum 1995 til 1997. Það eru um 70 starfsmenn í skólanum og í kringum 400 nemendur. Það er margt gott og ekki eins gott við skólann eins og gengur.
Það eru til dæmis góðir og skemmtilegir kennarar í honum, gott félagslíf og nánast allir í skólanum eru vinir. Heimanámið er hæfilega mikið sem er gott því enginn elskar mikið heimanám. Í Giljaskóla er líka félagsmiðstöð sem heitir Dimmuborgir. Hún var opnuð um áramótin 2005-2006. Þar eyða nemendur, sérstaklega á unglingastigi, miklum tíma í að slaka á. Til dæmis ef það er frí í einhverjum tíma eða bara hittast eins og á opnu húsi. Félagsmiðstöðin er líka nýtt sem skólavistun á skólatíma þar sem börn í 1. – 4. bekk geta eytt tímanum áður en þau fara heim. Þar geta börnin horft á DVD myndir, skoðað blöð, farið í billjarð eða borðtennis. Maturinn er yfirleitt góður. Það mætti þó bæta hann örlítið þó hann hafi nú samt batnað aðeins frá síðustu önn sem er mjög gott. Eitt er það sem mætti kannski bæta í þessum skóla. Setja mætti skápa á gangana fyrir nemendur til að geyma töskurnar og dótið í. Þá þyrftu nemendur ekki að bera þungar töskur alla daga, allan daginn um skólann. Þá gætu þeir bara geymt allt dótið og töskurnar í skólanum til þess einmitt að þurfa ekki að halda á töskunum í skólann. Sumir fara á bíl ef þeir búa langt í burtu eða ferðast með strætó. Þeir sem þurfa að ganga í skólann myndu þá losna við að halda á þungum töskum í skólann. Í Giljaskóla er marimbahljómsveit sem krakkar á unglingastigi spila í. Hljómsveitin fer stundum á staði eins og Húsavík og Hof (menningarhúsið á Akureyri) og spila þar. Þau spila líka eitthvað í Glerárkirkju t.d. í messu. Það er líka bókasafn í Giljaskóla sem krakkarnir nota mikið. Stundum fara nemendur þangað í frímínútum til að lesa blöð, bækur eða bara til að slaka á. Sumir fara á bókasafnið til að læra en þar er mjög rólegt og gott að læra. Skólinn er með ABC söfnun þar sem hann styrkir 2 börn frá Indlandi. Um er að ræða stelpu og strák sem heita Venkateswaramma Manadapoti og Vincent. Hún er fædd árið 2005 og hann árið 2000. Skólinn hefur styrkt þessi börn í u.þ.b. 4 ár og gengur það mjög vel. Þau fá þann mat og menntun sem þau þurfa til að geta lifað.
Það myndi bæta margt að fá skápa á ganginn fyrir nemendurna. Hins vegar er lítið sem þyrfti að bæta við skólann. Hann er góður eins og hann er.
Alma Rún Ingvarsdóttir 10.BKÓ