Um vetrarveður og skólahald

Þegar vetrarveður trufla umferð akandi og gangandi vegfarenda gildir sú regla að  foreldrar meta hvort þeir treysta börnunum í eða úr skóla. Starfsfólk er til taks í skólanum en skóla er ekki aflýst nema í verstu veðrum. Alla jafna er það þá gert með auglýsingu í útvarpi fyrir alla grunnskóla Akureyrarbæjar.
Ef foreldrar meta það svo að þeir treysti ekki barni sínu í skólann þá eru þeir beðnir um að tilkynna það og skráð verður leyfi á barnið. Bresti á með vont veður á skólatíma og foreldrar treysta barni sínu ekki til að fara sjálft heim eru þeir beðnir um að ná í barnið og láta skólann jafnframt vita.