Unglingastig (8. - 10. bekkur) Uppbrot

Skólinn.
Þriðja deginum eyða nemendur í úrvinnslu á leiðangrinum sem sagt er frá hér að ofan. Nemendur vinna saman innan hvers liðs þar sem útbúin verður nokkurs konar kynning á upplifun dagsins á undan. Nemendur segja frá, sýna myndir frá leiðangrinum og annað í þeim dúr. Að hluta til verða kynningarnar unnar eftir fyrirmælum frá kennurum. Að öðru leyti verður reynt að virkja sköpunargáfu nemenda og þannig stuðlað að fjölbreytileika í framsetningu á kynningum. Uppbrotsdögum lýkur með kynningum nemenda á sal skólans eða í kennslustofum.
Sex nemendur saman í liði. Allt unglingastigið saman.
Upplifun, samheldni, samvinna, gleði, sköpunargáfa, framsögn, framkoma.