Í dag fór af stað kennsla í valgreinum hjá 5. - 7. bekk. Það eru umsjónarkennarar stigsins sem bjóða upp á valið ásamt öðrum kennurum og samstarfsaðilum. Hver valgreinalota stendur yfir í 5 vikur og fer kennsla fram í tvöfaldri kennslustund eftir hádegi á fimmtudögum. Stefnt er að 4-5 valgreinalotum yfir skólaárið.
Í fyrstu valgreinalotunni er áhersla lögð á að bjóða upp á mikla útiveru og hreyfingu og mun framboðið taka breytingum á skólaárinu.
Markmið með því að bjóða upp á val á miðstigi er:
- að gefa nemendum tækifæri til að velja sér áhersluþætti í skólastarfinu.
- að auka blöndun milli árganga og gefa nemendum þannig tækifæri til að opna á félagsleg tengsl.
- að gefa nemendum tækifæri á að dýpka þekkingu sína og víkka sjóndeildarhringinn í samræmi við áhuga þeirra.
- að efla vinnugleði, gefa nemendum kost á að velja sér viðfangsefni og auka þannig lýðræði í skólastarfi.
Fyrsti valtíminn fór mjög vel af stað, enda veðrið gott og nemendur afar spenntir og jákvæðir fyrir þessari nýbreytni. Hér er hægt að skoða valsíðuna, en hún verður uppfærð áður en val fyrir næstu lotu hefst. Nemendur hafa fengið tækifæri til að koma með tillögur að valgreinum og munu kennarar skoða þær vandlega áður en undirbúningur fyrir næstu lotu hefst.