Þriðjudaginn 13. maí kl. 17.00 boðaði skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Menningarhúsinu Hofi – Hömrum, þar sem nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar var veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi.
Þetta er í fimmta sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.
Valnefnd sem skipuð var fulltrúum frá skólanefnd, samtökum foreldra og miðstöðvar skólaþróunar HA fór yfir allar tilnefningar og gerði tillögu til skólanefndar sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum þann 5. maí síðastliðinn.
Frá Giljaskóla hlaut Eyrún Tanja Karlsdóttir 9. SA viðurkenningu. Eyrún Tanja er fyrirmyndarnemandi, metaðarfull og dugleg, tekur oft af skarið og hefst handa. Hún er óhrædd við að setja fram hugmyndir sínar og tekur vel bæði gagnrýni og hóli. Hún er frábær marimbaspilari, alltaf jákvæð, sýnir frumkvæði og er mjög duleg að mæta á æfingar og alla viðburði þar sem sveitin spilar.
Við óskum Eyrúnu Tönju innilega til hamingju með viðurkenninguna.
MYNDIR