Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 afhenti fræðsluráð viðurkenningar til nemenda og starfsmanna skóla á Akureyri við hátíðlega athöfn í Hofi.
Anna Þyrí Halldórsdóttir, nemandi í 10. bekk Giljaskóla skólaárið 2016-2017, hlaut viðurkenningu og í umsögn um hana segir:
Anna Þyrí er jákvæð, dugleg og samviskusöm. Glaðværð hennar og jákvæðni hefur góð áhrif á aðra í kringum hana. Sterkir leiðtogahæfileikar hennar og góðvild hafa átt þátt í því að skapa gott andrúmsloft og hugarfar í bekknum. Hún er sannkallaður fyrirmyndarnemandi, persónuleiki og íþróttakona. Í íþróttum sýnir hún kraft og seiglu og kveinkar sér aldrei. Í náttúrufræði hefur hún verið framúrskarandi undanfarin ár og hvergi slegið af. Það verður tilhlökkunarefni að fylgjast með Önnu Þyrí ná góðum árangri í námi og íþróttum í framtíðinni.
Hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna Anna Þyrí!