Vissir þú að það liggja 630.000 krónur í forstofunni í Giljaskóla og bíða þess að verða sóttar?

Í marsmánuði unnu nemendur í Giljaskóla að ýmiskonar verkefnum tengdum neyslu og sóun! Hver árgangur valdi sér viðfangsefni og nú er komið að því að sýna afraksturinn. Verkefnin hafa verið hengd upp á neðsta gangi og er ykkur boðið að skoða sýninguna dagana 10. – 13. apríl á skólatíma. Margt áhugavert er að sjá t.d. er hægt að; spreyta sig á spurningaleik í tölvu, skoða hve margar fernur safnast hjá einum bekk ef allir drekka safa úr einni fernu á dag, fræðast um dýr sem eru í útrýmingarhættu, berja augum alla óskilamunina sem eru meira en hálfrar milljón króna virði og sjá hvað „skutl“ t.d. í sund og á íþróttaæfingar kostar.

Við vonum að sem flestir gefi sér tíma til að skoða sýningu nemenda. Hún er hluti af umhverfisvinnu skólans en stefnt er að því að fá Grænfánann á þessu ári!