Hlutverk félagsmiðstöðva og bókasafna í skólum er mjög mikilvæg fyrir unglinga. Rannsóknir sýna að 50% allara unglinga sækja félagsmiðstöðvar reglulega og aðsókn á bókasöfnin er mikil.
Félagsmiðstöðin í Giljaskóla heitir Dimmuborgir og var hún opnuð um áramótin 2005 – 2006. Það var mikill munur fyrir nemendur að fá þessa aðstöðu. Það er gott að koma þangað þegar eru eyður eða forföll kennara . Þarna er hægt að sitja og horfa á sjónvarpið eða spjalla við vini sína og líka er þarna borðtennis og pool-borð. Það eru oft margir unglingar þarna. Sumir fá sér blund þarna í sófanum en aðrir unglingar eru bara með vinum sínum eða hanga í símanum sínum. Það er líka opið hús tvisvar í viku á mánudags og miðvikudagskvöldum frá klukkan 19:00 til 21:30 og þá eru ýmsir viðburðir eða keppni. Birna Soffía Baldursdóttir er umsjónarmaður á daginn . Mér finnst mjög gott að hafa Birnu þarna. Hún er hress og skemmtileg. Hlynur Birgirsson er umsjónamaður á kvöldin. Unglingar í 9. og 10. bekk geta valið að fara í valáfanga sem heitir félagsmiðstöðvrval. Þar eru þeir að skipuleggja skemmtanir og ýmislegt annað.
Bókasafnið í Giljaskóla er á annarri hæð. Það eru um það bil 9000 bækur á bókasafninu, skáldsögur og fræðandi bækur,til útláns fyrir nemendur og kennara. Auk þess eru hljóðbækur,myndbönd,tímarit,hljómdiskar,mynddiskar og spil. Það eru tölvur á safninu sem við nemendur höfum aðgang að. Umsjón með safninu hefur Ingunn V. Sigmarsdóttir kennari. Ingunn hefur mikið hjálpað við upplestrarkeppnina seinustu árin og hún er að þjálfa krakkana . Fyrir jólin er venja hjá Ingunni að lesa úr nýjustu barna og unglinga bókum sem koma út fyrir jólin fyrir alla nemendur skólans. Á bókasafninu er vinnuaðstaða fyrir 12- 14 nemendur í einu.
Við nemendur getum verið mjög þakklátir fyrir að hafa svona góða aðstöðu bæði í félagsmiðstöðinni Dimmuborgum og líka bókasafninu. Ég hvet alla nemedur að nota þessa góðu aðstöðu.
Elísabet Magnea Sveinsdóttir 9. SÞ