Dimmuborgir og íþróttir

Dimmuborgir er staður sem unglingar fara á í frímó eða mat. Mér finnst eins og það vanti fleiri borðtennisborð og poolborð að því það eru alltaf raðir í þau og maður kemst ekkert alltaf að. Dimmuborgir er mjög góður staður til að slaka á og spjalla við vini sína. Í Dimmuborgum eru góðir sófar og góður skjár. Mér finnst skemmtilegra í 8.bekk því þá þarf ég ekki alltaf að fara út í frímó og get farið í Dimmuborgir í staðinn.

Birna S. Baldursdóttir sér um Dimmuborgir og er skemmtileg og alltaf góð við okkur krakkana. Það er alltaf einhver þáttur til að horfa á en við getum líka alltaf farið út. Dimmuborgir er góður staður og það er alltaf opið hús á mánudögum fyrir unglingastig þar. Við förum stundum í leiki eins og körfubolta og einu sinni fengum við kakó og horfðum á mynd. Oftast horfum við líka á mynd. Ef íþróttir falla til dæmis niður þá förum við í Dimmuborgir og horfum á þátt eða gerum eitthvað skemmtilegt. Íþróttir er uppáhalds fagið mitt. Mér finnst eins og við ættum að fara oftar í útiíþróttir í fótbolta eða körfubolta eða eitthvað annað.  Inniíþróttir eru líka geggjaðar. Þar förum við oftast í leiki eða styrktaræfingar og stundum förum við í fimleikasalinn sem er uppáhaldið mitt. Þar erum við á trampolíni eða í gryfjunni og förum líka oft í feluleik. Íþróttir eru góðar til að fá útrás og þær gera skóladaginn betri. Einvarður Jóhannsson er mjög skemmtilegur og góður íþróttakennari. Mér finnst eins og það vanti fleiri bolta, sérstaklega fótbolta. Ég væri til í að það væru þrír tímar í íþróttum á viku ekki bara tveir. En ef það væru aldrei íþróttir værum við bara alltaf að læra. Það væri líka geggjað ef það væri tvöfaldur tími í íþróttum. Mér finnst að frímó og matur ætti að taka lengri tíma því þá gæti maður verið í Dimmuborgum. En það eru samt oft allir sófarnir uppteknir og því mættu vera fleiri sófar í Dimmuborgum.

Mér líður mjög vel í Dimmuborgum og íþróttir er uppáhalds fagið mitt í skólanum og mér gengur mjög vel í þeim.

Arnór Ingi Baldursson 8. RK