Ég hef sjaldan orðið vitni að einelti í mínum skóla sem betur fer en það hefur þó gerst. Eigi einelti sér stað í skólanum á það sér oftast stað utan kennslustundar. Ef einelti á sér stað í kennslustund er það oft falið fyrir kennaranum og hinum nemendunum. Dæmi um vettvang eineltis í skólum eru t.d íþróttaklefar, skólabílar, frímínutur, eyður eða á leið í eða úr skóla.
Eineltisfræðslu þarf að auka í skólum. Kennarar verða að vinna markvisst strax frá skólagöngu og fræða nemendur um einelti. Einelti hefur skelfilegar afleiðingar og getur eyðilagt líf fólks. Það er svo sorglegt að hugsa til þess að krakkar geti ráðist á einn einstakling og gjörsamlega brotið hann niður bæði andlega og líkamlega. Reglulega kemur fólk í skólann til þess að fræða okkur um einelti. Það fer í 8.-10. bekk, sýnir okkur hvernig einelti hefur áhrif á fólk og leggur fyrir okkur ýmis verkefni. Fyrir nokkrum árum voru sett upp nokkur forvarnarplaggöt og hafa þau fengið mikla athygli frá nemendum og kennurum sem hafa komið i heimsókn.
Einelti er eitthvað sem þarf að stöðva strax áður en það versnar. Ég man eftir því þegar kennarinn minn lét mig og bekkinn minn fá blað. Við áttum að segja eitthvað neikvætt um blaðið og krumpa það smá. Í lokin var blaðið eins krumpað og hægt var. Þá lét kennarinn okkur segja eitthvað fallegt um það og slétti um leið rólega úr blaðinu. Í lokin var blaðið orðið alveg slétt út en krumpurnar voru enn á blaðinu. Að lokum sagði kennarinn: „Þótt þið biðjist afsökunar lagar það ekki allt. Krumpurnar fara aldrei - þær verða þarna alltaf.“
Ég held að við í bekknum höfum öll lært af þessu og um leið öðlast meiri skilning á afleiðingum eineltis. Tökum höndum saman og stoppum einelti.
Daniel Arnar Ómarsson 10.IDS