Enginn titill

Þriðjudaginn 9. Desember lauk valgreininni „Matur úr héraði og siðir“ sem Arnrún og Friðrik á Friðriki V sáu um. Þar lærðu nemendur um hvað Eyjafjörður hefur sérstaklega upp á að bjóða í mat og drykk, auk þess að læra ýmislegt um mannasiði og borðsiði.
Í síðasta tímanum útbjuggu nemendurnir fjölbreyttar veitingar og buðu skólastjórum, stjórnendum fyrirtækja sem tekið höfðu á móti þeim, blaðamönnum og fleiri til veislu.
Nemendur Gijaskóla í þessum hópi voru Kara Lind Snorradóttir 9. BKÓ og Tryggvi Johnsen 10. SA. Eins og aðrir nemendur voru þau mjög ánægð með áfangann.
Myndirnar tók Ólafur Thoroddsen, skólastjóri Síðuskóla.