Skólalóðir eru misjafnar eins og þær eru margar en skólalóð er umhverfið í kringum
skólann. Allar skólalóðir þurfa að bjóða upp á eitthvað fjölbreytt og skemmtilegt og
höfða til sem flestra en skólalóðir þurfa líka að vera öruggar fyrir börn og unglinga.
Skólalóðin við Giljaskóla er stór og býður upp á margt. Hér á eftir ætla ég að fjalla
um skólalóðina við skólann minn.
Á skólalóðinni við Giljaskóla ættu allir nemendur, stórir sem smáir, að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi. Á lóðinni má t.d. finna rólur, klifurkastala,
körfuboltavelli, steyptan íþróttavöll, gervigrasvöll og Skate Park. Þá er líka stórt
grassvæði við skólann með mörkum sem oft er notað til að spila fótbolta. Grassvæðið
er líka oft notað í útiíþróttum til að fara í leiki. Mér finnst að hægt væri að nýta túnið í
eitthvað annað eins og að byggja nýjan gervigrasvöll þar sem hinn völlurinn er mikið
notaður. Það sem er mest notað á skólalóðinni er gervigrasvöllurinn og Skate Park
völlurinn. Þessi vellir eru mikið notaðir á skólatíma af nemendum á öllum aldri en
einnig er notkunin mikil á kvöldin og um helgar.
Skólalóðin við Giljaskóla er nokkuð örugg þegar á heildina er litið en þó geta
slysin alveg gerst þar eins og annars staðar. Ég hef velt því fyrir mér hvort krakkar
sem eru á Skate Park vellinum geti ekki dottið og meitt sig ef bolti af
gervigrasvellinum lendir á þeim. Það hefur ekki valdið slysi ennþá en gæti gert það.
Því er spurning hvort Skate Park völlurinn hefði átt að fá einhverja aðra staðsetningu
á skólalóðinni en hann er kominn til að vera og því mætti eitthvað huga betur að
örygginu í kringum hann, t.d. með því að setja upp einhverjar girðingar. Það að setja
parkið á annan stað hefði líka dreift álaginu á þessum punkti á skólalóðinni því þarna
safnast oft stór hópur krakka saman í kringum báða vellina.
Mín skoðun er sú að skólalóðin við Giljaskóla sé í heildina góð og að þar geti
allir nemendur skólans fundið sér eitthvað við hæfi. Það má hins vegar alltaf gera
betur og mér þætti gaman að sjá gras svæðið við skólann nýtt betur í framtíðinni, t.d.
með nýjum gervigrasvelli
Kristján Leó Arnbjörnsson 9. RK