Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir eru greinar nemenda á unglingastigi áberandi á heimasíðu skólans. Greinaskrifin eru hluti af íslenskunámi þeirra. Nemendur gera tvær greinar yfir veturinn sem birtast á opinberum vettvangi. Annars vegar gerast þeir pistlahöfundar þar sem viðfangsefnið eru þeirra eigin hugleiðingar um skólann og skólastarfið. Hins vegar skrifa nemendur greinar þar sem vettvangurinn er heimabyggð. Þær birtast á heimasíðu Grenndargralsins undir liðnum Héraðsfréttir.
Hér má sjá greinar nemenda um heimabyggð.