Forfallakennsla

Íþróttir eru nauðsynlegar fyrir alla. Til að ná árangri í íþróttum verður maður að sinna þeim vel og borða hollan mat til að hafa orku til að hreyfa sig. Íþróttir eru eitthvað sem allir þurfa á að halda, því ef maður hreyfir sig ekki neitt þá er lífið bara mjög erfitt. Hreyfing felst ekki eingöngu í því að fara út að hlaupa einu sinni í viku. Hreyfing getur í rauninni verið hvað sem er eins og til dæmis að fara út að labba, sem er góð hreyfing, sem og að synda. Aðalatriðið er bara að finna það sem manni finnst skemmtilegast.

Íþróttatímarnir hér í Giljaskóla eru mjög skemmtilegir og fjölbreyttir en það er alltaf eitthvað sem hægt er að bæta. Til dæmis fá þeir sem eru í fyrstu og síðustu tímunum alltaf styttri íþróttatíma af því að þeir þurfa alltaf að ganga frá eða undirbúa salinn. Mér finnst það mjög leiðinlegt þar sem mér finnst rosalega gaman í íþróttum. Mér finnst að það ætti að vera þannig að kennarinn þyrfti bara að mæta aðeins fyrr til að undirbúa þetta eða tímarnir myndu byrja rúmlega 8 til að við gætum fengið þann tíma sem við eigum að hafa í íþróttum. Svo finnst mér mjög leiðinlegt þegar íþróttakennarinn er veikur og það falla niður íþróttir. Ef kennarinn sem kennir okkur íslensku er veikur þá er oftast afleysingarkennari sem kemur í staðinn. En það hefur mjög sjaldan gerst að það komi afleysingarkennari í íþróttirnar. Mér myndi finnast sanngjarnt að það kæmi jafn oft afleysingarkennari fyrir íþróttirnar eins og íslenskuna og stærðfræðina. Þá verða þeir sem hafa gaman að íþróttum jafn glaðir og hinir ef þessu er skipt jafnt ;)  Í mínum árgangi hafa flest allir mjög gaman að íþróttum, þannig að það myndi ekki skipta neinu máli hver myndi kenna okkur, við myndum alltaf hreyfa okkur. Og þegar það eru einhverjir svona uppbrotsdagar þá eru þeir alltaf á dögum þegar það eru íþróttir sem mér finnst mjög leiðinlegt. En annars er ég mjög glöð með Giljaskóla og það er mjög gott að hafa sund og íþróttatímana kynskipta.

Íþróttatímar í Giljaskola eru rosalega skemmtilegir. En af því að mér þykir gaman í íþróttum, finnst mér ósanngjarnt að  þeir sem eru í fyrstu tímunum fái alltaf styttri íþróttatíma en hinir af því að þeir þurfa að græja allt. Þá þarf að vera oftar afleysingarkennari í íþróttum þegar íþróttakennarinn er fjarverandi.

 

Katrín Axelsdóttir 8. HJ