Forlagið gefur Giljaskóla bækur

Á dögunum barst skólanum glaðningur að sunnan. Hér er um 13 bækur að ræða sem ætlaðar eru nemendum skólans. Bókakosturinn er góð viðbót við þær bækur sem nú þegar eru aðgengilegar nemendum á þriðju hæð skólans og eru liður í áherslum Giljaskólaleiðarinnar að ýta undir áhuga nemenda á lestri. Forkólfar Giljaskólaleiðarinnar fóru þess á leit við Forlagið að skoða möguleikann á samstarfi og var hugmyndinni vel tekið af hálfu bókaútgáfunnar. Bækurnar munu án efa sóma sér vel í heimatilbúnu hillunum okkar en ekki síður í höndum nemenda.

Giljaskólaleiðin þakkar Forlaginu glaðninginn og vonar að þetta sé aðeins byrjunin á frekara samstarfi.