Í gær fór fram fótboltamót FÉLAK (Félagsmiðstöðvar Akureyrar) fyrir 7.bekki bæjarins. Um er að ræða árlegt mót þar sem krakkarnir setja sjálfir saman sitt lið og keppa en að þessu sinni fór mótið fram í íþróttahúsinu við Naustaskóla. FÉLAK heldur reglulega stærri viðburði sem eru ætlaðir miðstigi úr öllum skólunum og er fótboltamótið einn af þeim viðburðum, þó aðeins fyrir 7.bekk.
Sex lið tóku þátt og voru keppendur úr öllum skólum bæjarins á meðal þátttakenda.
Eftir harða keppni bar lið, skipað átta strákum úr Giljaskóla, sigur úr býtum eftir dramatískan úrslitaleik þar sem gullmark þurfti til að skera úr um sigurvegara mótsins.
Óskum við strákunum innilega til hamingju :)