Fréttir frá sérdeild

Krakkarnir í 1. bekk TB komu í heimsókn í sérdeildina í gær. Þau æfðu sig í að bjóða góðan daginn með táknum og fengu að sjá og skoða hvað krakkarnir í sérdeild eru að læra og vinna í skólanum. Krakkarnir prófuðu hengirúm, boltabað, vinnuverkefni og Smart töfluna sem er risastór snertiskjár. Í skynörvunarherberginu prófuðu þau að vinna á ipad og var öllu varpað upp á vegg með skjávarpa. Í lokin dönsuðu allir og sungu "Glaðasti hundur í heimi"

Við þökkum þessum flottu krökkum fyrir skemmtilega heimsókn. Myndir