Fullveldisdagurinn 1.desember - Sparifatadagur

Sú hefð hefur skapast  í Giljaskóla að halda hátíðlegan fullveldisdaginn 1. desember. Nemendur og kennarar koma þá klæddir sparifötum og setur það skemmtilegan svip á skólalífið.  Við verðum einnig með dagskrá á sal þar sem rifjaðir verða upp atburðir tengdum  fullveldisdeginum  og  syngjum nokkur ættjarðarlög.
Brynjar Karl Óttarson kennari mun einnig afhenda viðurkenningar fyrir  Grenndargralið.
Viðurkenningar hljóta: Arnór Ingi Baldursson, Arnþór Atli Atlason, Ágúst Hlynur Halldórsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Daníel Karles Randversson, Kolbrá Svanlaugsdóttir, Kristófer Kristjánsson, Mikael Máni Sigurðsson, Patrik Róbertsson, Simar Ernir Sigrúnar Ketilsson og Viðar Ernir Reimarsson