Fullveldisdagurinn 1.desember - Sparifatadagur.

Sú hefð hefur skapast að halda hátíðlegan fullveldisdaginn 1.desember í skólanum.  Nemendur og kennarar koma þá klæddir sparifötum og setur það skemmtilegan svip á skólalífið.  Við verðum með dagskrá á sal þar sem rifjaðir verða upp atburðir fullveldisdagsins  og nokkur ættjarðarlög sungin.    Brynjar Karl Óttarson kennari mun einnig afhenda viðurkenningar fyrir Grenndargralið. Að þessu sinni kom gralið heim í Giljaskóla, en sigurvegarar í ár voru  Natan Dagur Benediktsson og Þórður Tandri Ágústsson úr 10. SA.