Um þessar mundir eru 10 ár liðin frá því að Giljaskóli útskrifaði fyrsta nemendahópinn. Af því tilefni boðuðu nemendur í 10. BKÓ veturinn 2003-2004 til endurfunda um nýliðna helgi. Hópurinn byrjaði á því að koma í heimsókn í skólann þar sem hann hitti fyrir „gamla“ umsjónarkennarann á unglingastigi. Auk hans kom „gamli“ smíðakennarinn og heilsaði upp á hópinn. Gengið var um skólann og rifjaðar upp minningar frá gömlu góðu árunum. Boðið var upp á léttar veitingar og þá fengu gestirnir að skoða myndir, gömul verkefni og ýmislegt fleira frá árunum í Giljaskóla. Eins og gengur hefur hópurinn dreifst víða um land m.t.t. búsetu og jafnvel út fyrir landsteinana á þessum 10 árum sem liðin eru frá útskrift og því erfitt að ná öllum saman. Tæplega helmingur útskriftarhópsins sá sér fært að mæta og er óhætt að segja að um kærkomna endurfundi hafi verið að ræða hjá þessum fámenna en góðmenna hópi. (myndir)
Hér má sjá útskrifarmyndir af nemendum frá 2004-2013